Bætiefni fyrir epoxý

Þrjú mjög nytsamleg bætiefni fyrir epoxý voru mikið notuð við smíði Kötu Lindar

  • Q-cell: Örkúlur úr gleri. Þegar þeim er blandað við epoxý verður til epoxýsparsl. Sparslið er vatnshelt, límir mjög vel og auðvelt er að pússa það til eftir að það harðnar.
  • Tree-cell: Örtrefjar. Mjög gott trélím fæst þegar það er blandað með epoxý.
  • Silicel: Kísilefni. Epoxý verður seigfljótandi og harðara.

Með þessum þremur bætiefnum er hægt að gera ýmislegt, s.s. sparsl, samskeytastyrkingar, trélím og leirkennt fylliefni.

 

Frekari upplýsingar í tölvupósti á epoxy(hjá)epoxy.is

Laisser un commentaire