Epoxý Resín SR5550 frá Sicomin

Kata Lind var gerð með SR5550 epoxý plasti.

SR5550 epoxý er hannað til að handplasta gler- og koltrefjar á timbur og hefur lága eiturverkun. Það er teygjanlegra en aðrar tegundir af epoxý og getur því hreyfst með náttúrlegri hreyfingu timburs. SR5550 epoxý er meira þunnfljótandi en aðrar tegundir svo það smýgur djúpt inn í timbrið. Stofuhiti nægir til að herða endanlega SR 5550 epoxý og hægt er að vinna það í 18° til 30°c hita.

SR5550 epoxý er einnig mjög gott efni til að handplasta trefjar á PVC frauðplötur (Divinycell, Airex).

  • Þunnfljótandi: Trefjar blotna hratt í gegn sem gerir handplöstun auðveldari en með flestum öðrum tegundum.
  • Hitastig: Best er að vinna plastið innandyra en einnig er mögulegt að vinna það undir tjaldi á sumrin.
  • Teygjanlegt: Plastið verður fyrir minna álagi. Það hækkar verulega líftíma plastins.
  • Lág eiturverkun: engin þörf fyrir þungan öndunarbúnað við vinnu og lítil lykt er af efninu samanborið við t.d. pólýester.

Viðskiptavinir sem hafa plastað með öðrum gerðum af epoxý hafa sagt að þessi sé mun þægilegri í notkun.

Við notuðum sjálf 2 tonn af SR5550 epoxý á Kötu Lind. Það virkar. Unnum með það alla daga í yfir 5 ár, engin ofnæmi, útbrot eða önnur heilsufarsvandamál.

SR5550 datasheet.

 

Frekari upplýsingar í tölvupósti á epoxy(hjá)epoxy.is

Laisser un commentaire